Hestamannafélagið Skuggi

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.

10.01.2017 23:26

Keppnisnámskeið

Keppnisnámskeið hjá Hmf. Skugga fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.

Reiðkennari: Bjarki Þór Gunnarsson

Kennt verður á eftirtöldum þriðjudögum:

 31. janúar 2017
 07. febrúar 2017
 21. febrúar 2017
 28. febrúar 2017
 28. mars 2017
 04. apríl 2017
Verð fyrir námskeiðið er 12.000 krónur fyrir félagsmenn í Skugga og 36.000 krónur
fyrir aðra. Skráning er hjá: Auði Ósk, í síma 867 2186 eða á netfangið auduros11@menntaborg.is

Mikilvægt er að láta nafn barns, símanúmer og aldur koma fram, við skráningu.
Þá þarf að koma fram kennitala hjá forráðamanni, barns yngri en 18 ára.

Skráning þarf að berast fyrir 20. janúar, n.k.

Æskulýðsnefnd Hmf. Skugga
Auður Ósk Sigurþórsdóttir, form.

10.01.2017 23:05

Stjórn og nefndir 2017

Á skjalinu sem er hér að finna er að finna lista yfir stjórn og nefndir Hmf. Skugga eins og gengið var frá því á aðalfundinum í desember. Eins verður nafnalistinn aðgengilegur undir "stjórn og nefndir"

17.12.2016 23:45

Skötuveisla á Þorláksmessu

Ákveðið hefur verið að endurtaka skötuveisluna, sem lukkaðist svo vel í fyrra.  

Skötuveislan verður haldin í félagsheimilinu, við Vindás, í Borgarnesi, ef næg þátttaka fæst!  - Föstudaginn 23. desember, n.k. og hefst hún kl. 19:00.

Verð á veisluborðinu er kr. 2.500,-, pr. mann.

Boðið verður uppá:

  • Síldarrétti / Reyktur og grafinn lax
  • Tindabykkja / Skata / Saltfiskur
  • Hefðbundið meðlæti ( Rófur, kartöflur, hamsar, hnoðmör, rúgbrauð o.þ.h.)

Fólk er vinsamlegast beðið um að tilkynna/panta fyrir hádegi á miðvikudag 21. desember, í síma:

660 2440 Magnús kokkur
897 2171 Siggi Arilíusar
774 4259 Guðbjörg Halldórs

p.s.  Félagsmenn eru hvattir til að taka með sér gesti!

f.h. Skemmtinefndar Skugga
Magnús Níelsson

12.12.2016 10:17

Af aðalfundi

Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 6. desember s.l. Fundargerðin verður birt hérna fljótlega ásamt skýrslum nefnda og annarra fundargagna. Stjórn félagsins er óbreytt frá því á síðasta ári. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta starfsári og var tekjuafgangur töluverður, enda voru verkefnin óvanalega mikil á árinu. Bar þar Íslandsmót yngri flokka hæst.
Á fundinum var samþykkt tillaga um að fara í viðræður við Hmf. Faxa um sameiningu félaganna í eitt félag. Verður starfshópur um verkefnið skipaður á næstu dögum.   

24.11.2016 21:37

Aðalfundur - Auglýsing

Aðalfundarboð

 Aðalfundur Hestamannafélagsins Skugga, fyrir starfsárið okt. 2015 - sept. 2016 , verður haldinn þriðjudaginn 06. desember 2016, kl. 20:00, í Félagsheimilinu við Vindás.

 

Dagskrá (skv. 6.gr. laga félagsins):

1.     Fundsetning og kjör starfsmanna fundarins

2.     Skýrsla stjórnar - (Umræða um skýrslu stjórnar)

3.     Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af      skoðunarmönnum félagsins - (Umræða um reikninga félagsins)

4.     Skýrslur nefnda - (Umræða um skýrslur nefnda)

5.     Kynning á inngöngu nýrra fé­laga og úrsögnum félagsmanna

6.     Laga­breytingar

7.     Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna, nefnda og fulltrúa á L.H. og  U.M.S.B. þing.

8.     Fé­lags- og haga­gjöld

9.     Önnur mál.

10. Fundi slitið

 

Undir liðnum; Önnur mál, verður borin fram, af stjórn félagsins, svohljóðandi tillaga:

"Aðalfundur Hmf. Skugga, haldinn 06. desember 2016, samþykkir að fela stjórn félagsins að ganga til sameiningarviðræðna við Hmf. Faxa, undir þeim formerkjum að stofnað verði nýtt sameinað félag með nýju nafni.  Stjórnin skipi 5 manna sameiningarnefnd sem skili niðurstöðu sinni, til stjórnar, fyrir 01. febrúar 2017.  Stjórnin skal síðan boða félagsfund, með kynningu á niðurstöðu nefndarinnar og skal sá félagsfundur afgreiða endanlega tillögu um sameiningu."

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Stjórn Hmf. Skugga

  • 1
Flettingar í dag: 330
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 543
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1221143
Samtals gestir: 158719
Tölur uppfærðar: 24.1.2017 04:56:29

KB mótaröð - fjórgangur

eftir

18 daga

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 330
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 543
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1221143
Samtals gestir: 158719
Tölur uppfærðar: 24.1.2017 04:56:29