Hestamannafélagið Skuggi

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.

13.08.2017 23:24

Síðsumarferð Skugga

Áætlað er að fara síðsumarferð Skugga 25-27 Ágúst.

Riðinn verður smá hringur og gist í Lambafelli aðfaranótt  laugardags og Torfhvalastöðum aðfaranótt sunnudags.

 

Skráning hjá Halldóru Jónasar  í Síma 8651052 eða Sandru Björk í síma 6983902.

Kostnaði verður haldið í lágmarki og hann auglýstur síðar.

 

Ps  okkur vantar trúss, eldsneyti  og uppihald (matur og gisting) í boði.

Ferðanefnd

13.08.2017 00:32

Máni heimsmeistari

A úrslit í ungmennaflokki á HM2017 í Hollandi voru riðin í dag (laugardag). Þar komu Máni og Prestur inn með efstu einkunnina og gerðu þeir sér lítið fyrir og kláruðu verkefnið og er Máni því heimsmeistari ungmenna 2017. Skuggi sendir honum innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega árangur. Þeir félagar eru ekki hættir því keppni í 100 m. skeiði er eftir og taka þeir þar þátt. Örugglega verður allt gefið í þar því þá kemur í ljós hver hreppir heimsmeistaratitilinn í samanlögðu. Staða Mána er þar nokkuð sterk eftir árangurinn í F1 og T2. (mynd: mbl.is) 
 

09.08.2017 21:12

HM í Hollandi

Máni Hilmarsson, félagi í Skugga, og Prestur f. Borgarnesi stóðu sig frábærlega í dag en þá tóku þeir þátt í forkeppni fimmgangs F1. Hlutu þeir einkunnina 6,43 og dugði hún vel til að skila þeim í fyrsta sæti ungmenna. Fara þeir því beint í A úrslit á laugardaginn. Þeir eru einnig skráðir til leiks í T2, gæðingaskeiði PP1 og 250 m. skeiði P1. Skuggi óskar honum til hamingju með árangurinn í dag sem og sendir honum ósk um gott gengi í framhaldinu. 

20.07.2017 15:58

Bikarmót Vesturlands

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi. 

Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni er það haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 30 júlí. Þetta er mót sem opið er fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félagið (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.

Keppnisgreinar eru:

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 og tölt T3.
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1
Annar flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Opinn flokkur:  Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1 - 100 m. skeið
Skráningar fara fram í gegn um sportfeng líkt og áður. Mótshaldari er Snæfellingur. 
Skráningargjöld eru: Barna - og unglingaflokkur, kr. 2.000 - pr. skráningu. Ungmenna - annar - og opinn flokkur kr. 3.000.- pr. skráningu.
Skráningu lýkur um miðnætti miðvikudaginn 26 júlí. Netfang og símanúmer fyrir aðstoð er asdissig67@gmail.com sími 8458828 
Hestamannafélagið Snæfellingur væntir þess að sem allra flestir sjái sér fært að koma í Stykkishólm og keppa fyrir félag sitt.

Mótanefnd Snæfellings 

16.07.2017 23:34

Þrjú silfur og eitt brons á Hólum

Íslandsmóti yngri flokka sem haldið var á Hólum lauk í dag. Árangur Skuggafélaga var góður, sérstaklega stóðu ungmennin sig vel. Uppskeran var þrjú silfur og eitt brons. 
Húni Hilmarson og Gyðja f. Hlemmi III 2. sæti í gæðingaskeiði
Þorgeir Ólafsson og Ögrunn f. Leirulæk 2. sætið í 100 m. skeiði
Þorgeir Ólafsson og Hlynur f. Haukatungu-Syðri 2 3. sætið í tölti T4
Máni Hilmarsson og Prestur f. Borgarnesi 2. sæti í fimmgangi F1. 

Máni og Prestur voru auk þessa valinn í landsliðið sem keppir á HM í Hollandi núna í ágúst. Frábær árangur hjá þeim og skemmtilegt verkefni framundan.

Til hamingju bræður og frændur með frábæran árangur.

15.07.2017 21:42

Íslandsmót yngri flokka á Hólum

Nú stendur yfir Íslandsmót yngri flokka á Hólum. Nokkrir Skuggafélagar eru þar skráðir til leiks. Bestum árangri hafa náð ungmennin Húni Hilmarsson á Gyðju frá Hlemmi III sem urðu í 2. sæti í gæðingaskeiði. Á morgun, sunnudag, keppa svo Máni Hilmarsson og Prestur f. Borgarnesi í A úrslitum í F2, en þeir eru í þriðja sæti eftir forkeppni, og Þorgeir Ólafsson á Hlyn f. Haugatungu-Syðri 2 í A úrslitum í T4 þar sem þeir koma inn með þriðju hæstu einkunn. Húna er óskað til hamingju með flottan árangur og þeim Mána og Þorgeiri fylgja góðar óskir inn í A úrslitin og hamingjuóskir með árangur hingað til. 

28.06.2017 23:18

Streymi frá FM2017

Nú verður Fjórðungsmóti 2017 streymt í gegnum LH-TV. 

 Fylgstu með Fjórðungsmóti Vesturlands 2017 á https://www.oz.com/lh . 

Upplagt fyrir þá sem ekki komast á mótið - og hægt að horfa aftur og aftur í einn mánuð.

26.06.2017 22:50

Fjórðungsmót - ráslistar

Nú styttist verulega í það að leikar hefjist á Fjórðungsmóti Vesturlands 2017. Keppni á aðalvelli hefst kl. 9:30 á miðvikudag, 28. júní á forkeppni í ungmennaflokki. Dagskráin er nánar hér fyrir neðan. 

Ráslistar miðvikudagsins 28.6.


Tölt 17. ára og yngri


Ráslistar fimmtudagsins 29.6.
Ráslistar föstudagsins 30.6.

21.06.2017 23:01

FM2017 - Dagskrá mótsins

FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS  BORGARNESI

28. júní til 2. júlí 2017

 

 

Miðvikudagur 28. júní

 

Aðalvöllur:

08:30                           Knapafundur

09:30-12:00                 Ungmennaflokkur forkeppni

12:00-13:00                 Hlé

13:00-14:00                 Tölt 17 ára og yngri (T1) forkeppni

14:00-                          B flokkur gæðinga forkeppni

                                    Hestar nr. 1-20

                                    Hlé í 15 mín.

                                    Hestar nr. 21-40

                                    Hlé í 15 mín

                                    Hestar nr. 41-

Félagsheimili Skugga:

20:00                           Vörn og kynning á meistararitgerð Gunnars Reynissonar:

                                    Hreyfigreiningar á tölti og skeiði íslenska hestsins

 

Kynbótavöllur:

10:30-12:00                 Hryssur 4 vetra

13:00-17:00                 Hryssur 5 og 6 vetra (15 mín hlé kl. 14:30 og 16:00)

17:00-18:00                 Hryssur 7 vetra og eldri

 

Fimmtudagur 29. júní

 

Aðalvöllur:

09:00-11:30                 Unglingaflokkur forkeppni

11:30-12:30                 Hlé

12:30-14:00                 Barnaflokkur forkeppni

14:15                           Forkeppni A flokkur

                                    Hestar nr. 1-20

                                    Hlé í 15 mín

                                    Hestar nr. 21-40

                                    Hlé í 15 mín

                                    Hestar nr. 41-

 

Kynbótavöllur:

10:30-12:00                 Stóðhestar 4 vetra

12:00-13:00                 Hlé

13:00-14:20                 Stóðhestar 5 vetra

14:20-15:00                 Stóðhestar 6 vetra

15:00-15:15                 Hlé

15:15-16:00                 Stóðhestar 6 vetra

16:00-17:00                 Stóðhestar 7 vetra og eldri

 

Föstudagur 30. júní

 

Aðalvöllur:

09:00-11:30                 Tölt opinn flokkur (T1) forkeppni

12:30-13:00                 Mótssetning og skrúðganga hestamanna (án hrossa)

13:00-14:30                 Yfirlitssýning hryssur

14:30-14:50                 Hlé

14:50-15:30                 Barnaflokkur B úrslit

15:30-16:10                 Unglingaflokkur B úrslit

16:10-16:50                 Ungmennaflokkur B úrslit

16:50-19:00                 Hlé

19:00-20:30                 100 m fljúgandi skeið

20:30-21:00                 B úrslit í tölti opinn flokkur

 

23:00-03:00                 Dansleikur í reiðhöll með Stuðlabandinu

 

Laugardagur 1. júlí

 

Aðalvöllur:

10:00-12:00                 Yfirlitssýning stóðhestar

13:00-13:40                 Barnaflokkur A úrslit

13:40-14:20                 Unglingaflokkur A úrslit

14:20-15:00                 Ungmennaflokkur A úrslit

15:00-15:40                 B úrslit í B flokk

16:00-17:00                 Sýning ræktunarbúa

17:00-19:00                 Hlé

19:00-19:40                 A flokkur gæðinga B úrslit

19:40-20:20                 Tölt (T1) 17 ára og yngri A úrslit

20:20-21:20                 Tölt opinn flokkur (T1) A úrslit
21:20-22:00                 Kvöldvaka á aðalvelli eða í reiðhöll (fer eftir veðri)

 

Sunnudagur 2. júlí

 

Aðalvöllur:

10:00-11:30                 Hryssur verðlaunaafhending

12:00-12:30                 B flokkur gæðinga A úrslit

12:30-13:15                 Stóðhestar verðlaunaafhending

13:30:14:10                 A flokkur gæðinga A úrslit

14:10                           Mótsslit

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 205
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 1321066
Samtals gestir: 167945
Tölur uppfærðar: 19.8.2017 08:48:39

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 205
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 1321066
Samtals gestir: 167945
Tölur uppfærðar: 19.8.2017 08:48:39