Hestamannafélagið Skuggi

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.

13.02.2017 19:11

Vinnusýning með Benna Líndal

Vinnusýning með Benna Líndal í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, n.k. fimmtudagskvöld, 16. febr. og hefst kl. 20:00.

Benedikt Líndal, tamningameistari, mætir á staðinn með nokkra hesta á mismunandi
stigum í tamningu og þjálfun.
Farið verður í grunnvinnu og síðan hvernig hún tengist áframhaldandi þjálfun.
Einstakt tækifæri, fróðlegt og skemmtilegt.

Verð 1.500 kr. - Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sjáumst sem flest.

Fræðslunefnd Skugga.

08.02.2017 00:09

KB mótaröð - fjórgangur


Þá er komið að fyrsta mótinu í KB mótaröðinni 2017. Það verður laugardaginn 11. febrúar, n.k. og byrjar klukkan 10:00 í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi.
Það verður byrjað á fjórgangi.  Boðið verður uppá V2 í unglingaflokki, ungmennaflokki og 1. flokki og V5 í barnaflokki og 2. flokki.


Munurinn á V2 og V5:

Fjórgangur V2:
1. Hægt tölt
2. Hægt- til milliferðar brokk
3. Meðalfet
4. Hægt- til milliferðar stökk
5. Yfirferðartölt
Fjórgangur V5:
1. Frjáls ferð á tölti
2. Hægt- til milliferðar brokk
3. Meðalfet
4. Hægt- til milliferðar stökk


Skráningargjald er 2500 kr fyrir ungmennaflokk, 2. flokk & 1. flokk og 1000 kr fyrir barnaflokk & unglingaflokk.

Skráningar fara fram inná Sportfeng
Skráningarfresturinn rennur út miðvikudaginn 8. febrúar


Sjoppa á staðnum


Mótanefnd Faxa & Skugga

30.01.2017 23:15

Knapamerki fyrir fullorðna

Fyrirhugað er að halda knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna í Faxaborg í vetur, er áætlað að það hefjist þann 10. mars. n.k. Auglýsinguna er hér að finna

26.01.2017 22:42

Reiðnámskeið


10.01.2017 23:26

Keppnisnámskeið

Keppnisnámskeið hjá Hmf. Skugga fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.

Reiðkennari: Bjarki Þór Gunnarsson

Kennt verður á eftirtöldum þriðjudögum:

 31. janúar 2017
 07. febrúar 2017
 21. febrúar 2017
 28. febrúar 2017
 28. mars 2017
 04. apríl 2017
Verð fyrir námskeiðið er 12.000 krónur fyrir félagsmenn í Skugga og 36.000 krónur
fyrir aðra. Skráning er hjá: Auði Ósk, í síma 867 2186 eða á netfangið auduros11@menntaborg.is

Mikilvægt er að láta nafn barns, símanúmer og aldur koma fram, við skráningu.
Þá þarf að koma fram kennitala hjá forráðamanni, barns yngri en 18 ára.

Skráning þarf að berast fyrir 20. janúar, n.k.

Æskulýðsnefnd Hmf. Skugga
Auður Ósk Sigurþórsdóttir, form.

10.01.2017 23:05

Stjórn og nefndir 2017

Á skjalinu sem er hér að finna er að finna lista yfir stjórn og nefndir Hmf. Skugga eins og gengið var frá því á aðalfundinum í desember. Eins verður nafnalistinn aðgengilegur undir "stjórn og nefndir"
  • 1
Flettingar í dag: 5275
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1239330
Samtals gestir: 160091
Tölur uppfærðar: 22.2.2017 13:04:04

KB mótaröð - tölt

eftir

10 daga

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 5275
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 110
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1239330
Samtals gestir: 160091
Tölur uppfærðar: 22.2.2017 13:04:04