Hestamannafélagið Skuggi

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.

21.06.2017 23:01

FM2017 - Dagskrá mótsins

FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS  BORGARNESI

28. júní til 2. júlí 2017

 

 

Miðvikudagur 28. júní

 

Aðalvöllur:

08:30                           Knapafundur

09:30-12:00                 Ungmennaflokkur forkeppni

12:00-13:00                 Hlé

13:00-14:00                 Tölt 17 ára og yngri (T1) forkeppni

14:00-                          B flokkur gæðinga forkeppni

                                    Hestar nr. 1-20

                                    Hlé í 15 mín.

                                    Hestar nr. 21-40

                                    Hlé í 15 mín

                                    Hestar nr. 41-

Félagsheimili Skugga:

20:00                           Vörn og kynning á meistararitgerð Gunnars Reynissonar:

                                    Hreyfigreiningar á tölti og skeiði íslenska hestsins

 

Kynbótavöllur:

10:30-12:00                 Hryssur 4 vetra

13:00-17:00                 Hryssur 5 og 6 vetra (15 mín hlé kl. 14:30 og 16:00)

17:00-18:00                 Hryssur 7 vetra og eldri

 

Fimmtudagur 29. júní

 

Aðalvöllur:

09:00-11:30                 Unglingaflokkur forkeppni

11:30-12:30                 Hlé

12:30-14:00                 Barnaflokkur forkeppni

14:15                           Forkeppni A flokkur

                                    Hestar nr. 1-20

                                    Hlé í 15 mín

                                    Hestar nr. 21-40

                                    Hlé í 15 mín

                                    Hestar nr. 41-

 

Kynbótavöllur:

10:30-12:00                 Stóðhestar 4 vetra

12:00-13:00                 Hlé

13:00-14:20                 Stóðhestar 5 vetra

14:20-15:00                 Stóðhestar 6 vetra

15:00-15:15                 Hlé

15:15-16:00                 Stóðhestar 6 vetra

16:00-17:00                 Stóðhestar 7 vetra og eldri

 

Föstudagur 30. júní

 

Aðalvöllur:

09:00-11:30                 Tölt opinn flokkur (T1) forkeppni

12:30-13:00                 Mótssetning og skrúðganga hestamanna (án hrossa)

13:00-14:30                 Yfirlitssýning hryssur

14:30-14:50                 Hlé

14:50-15:30                 Barnaflokkur B úrslit

15:30-16:10                 Unglingaflokkur B úrslit

16:10-16:50                 Ungmennaflokkur B úrslit

16:50-19:00                 Hlé

19:00-20:30                 100 m fljúgandi skeið

20:30-21:00                 B úrslit í tölti opinn flokkur

 

23:00-03:00                 Dansleikur í reiðhöll með Stuðlabandinu

 

Laugardagur 1. júlí

 

Aðalvöllur:

10:00-12:00                 Yfirlitssýning stóðhestar

13:00-13:40                 Barnaflokkur A úrslit

13:40-14:20                 Unglingaflokkur A úrslit

14:20-15:00                 Ungmennaflokkur A úrslit

15:00-15:40                 B úrslit í B flokk

16:00-17:00                 Sýning ræktunarbúa

17:00-19:00                 Hlé

19:00-19:40                 A flokkur gæðinga B úrslit

19:40-20:20                 Tölt (T1) 17 ára og yngri A úrslit

20:20-21:20                 Tölt opinn flokkur (T1) A úrslit
21:20-22:00                 Kvöldvaka á aðalvelli eða í reiðhöll (fer eftir veðri)

 

Sunnudagur 2. júlí

 

Aðalvöllur:

10:00-11:30                 Hryssur verðlaunaafhending

12:00-12:30                 B flokkur gæðinga A úrslit

12:30-13:15                 Stóðhestar verðlaunaafhending

13:30:14:10                 A flokkur gæðinga A úrslit

14:10                           Mótsslit

 

 

10.06.2017 00:35

FM 2017 - skráning í opnar greinar

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júní 2017.  Í gæðingakeppni eiga keppnisrétt félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi, á Vestfjörðum, í Húnavatnssýslum og í Skagafirði.
Á mótinu verður einnig keppt í þessum greinum og er þar um opna keppni að ræða þ.e. allir geta tekið þar þátt:
1.       Tölt opinn flokkur
2.       Tölt 17 ára og yngri
3.       100 metra fljótandi skeið
4.       150 metra skeið
5.       250 metra skeið
 
·         Skráningargjald í tölt er 7.000 kr. á hvern hest en 3.500 kr. á hvern hest í skeiðgreinum
·         Skráning í þessar greinar hefst sunnudaginn 11. júní og lýkur á miðnætti sunnudaginn 18. júní og fer hún fram í gegnum SportFeng
·         SportFengsnúmer mótsins er IS2017LM0132.
·         Skráningargjöld skal greiða á reikning:

 • kt. 450405-2050
 • banki: 0326-26-002265
 • kvittun fyrir greiðslu skráningargjalda skal send á netfangið thoing@centrum.is Mjög áríðandi að kvittun sé send á þetta netfang
·  Í lok skráningarferlisins koma fram upplýsingar um greiðslu skráningargjalda.
 
Peningaverðlaun verða fyrir fyrsta sæti í tölti opnum flokki og 100 m fljótandi skeiði.
 

10.06.2017 00:33

FM 2017 - skráningar

Þá er komið að skráningu á Fjórðungsmót Vesturlands 2017 og fer hún fram í gegnum SportFeng.  En mótið verður í Borgarnesi dagana 28/6 til 2/7 2017 í Borgarnesi.  Dagskrá verður send út síðar eða að loknum skráningarfresti þegar hægt verður að tímasetja keppnisgreinar með tilliti til fjölda í hverri grein.  En forkeppni í gæðingakeppni öllum flokkum verður líklega á miðvikudegi og fimmtudegi 28. og 29/6 nk.
 
ATH: Félögin sem eiga keppnisrétt á mótinu skulu annast skráningu á sínum keppendum í gæðingakeppnina, ekki keppendurnir sjálfir, og þar með eru félögin ábyrg fyrir skráningunni.  Þetta á við um skráningu í A flokk, B flokk, barnaflokk, unglingaflokk og ungmennaflokk.  En keppendur skrá sig sjálfir í tölt (tölt opinn flokkur og tölt 17 ára og yngri) og skeiðgreinar sem eru 100 m, 150 m og 250 m.
 
Varðandi skráninguna skal þetta tekið fram:
·         Hvert félag sem á keppnisrétt á mótinu má senda einn keppanda fyrir hverja 50 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu (þannig að félag með t.d. 251-300 félagsmenn má senda 6 keppendur)
·         Hægt verður að skrá frá og með sunnudeginum 11. júní 2017

 • Skráningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 18. júní 2017.  Sami frestur er til að greiða skráningargjöldin og skráning öðlast ekki gildi fyrr en skráningargjald er greitt.
 • SportFengsnúmer mótsins er IS2017LM0132.
 • Skráningargjald í gæðingakeppni (A og B flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur) er 5.000 kr. á hvern hest.  Skráningargjald í tölti er 7.000 kr. á hvern hest en í skeiðgreinum 3.500 kr. á hvern hest.
 • Skráningargjöld skal greiða á reikning:
  • kt. 450405-2050
  • banki: 0326-26-002265
  • kvittun fyrir greiðslu skráningargjalda skal send á netfangið thoing@centrum.is Mjög áríðandi að kvittun sé send á þetta netfang
 • Hvert félag má skrá tvo varahesta í hverja grein gæðingakeppninnar. Til að skrá varahest er hestur og knapi skráður inn í mótið í SportFeng en ekki merkt við neina keppnisgrein.  En senda þarf upplýsingar um varahestinn og í hvaða grein hann er varahestur í á netfangið thoing@centrum.is
 • Keppendur skrá sig sjálfir í tölt og skeiðgreinar í Skráningakerfi SportFengs og í lok skráningarferlisins koma fram upplýsingar um greiðslu skráningargjalda.
 
Félög eru hvött til að vera tímanlega með skráningar ef upp koma vandamál.  En komi upp vandamál skal hafa samband við Þórð Ingólfsson thoing@centrum.is eða s. 893 1125
 
Ræktunarbú:  Þeir sem vilja taka þátt í sýningum ræktunarbúa skulu tilkynna það fyrir miðnætti 18/06 2017 á netfangið amundi@isl.is (s. 892 5678).  Skráningargjald á ræktunarbú er 50.000 og skal greiða það á sama reikning og tilgreindur er hér að ofan um leið og skráning fer fram og kvittun send á amundi@isl.is  Lágmarksfjöldi hrossa í ræktunarbússýningu er fimm hross.  Með skráningunni skal senda nafn hrossa sem munu taka þátt, ætterni, aldur og IS númer.  Einnig upplýsingar um knapa ef hægt er.
 
Þess má geta að það verða verðlaun (peningar og/eða hlutir sem hafa peningalegt verðmæti) fyrir fyrsta sætið í tölti opnum flokki og fyrir fyrsta sætið í 100 m skeiði.
 
Með von um góða þátttöku á fjórðungsmóti Vesturlands 2017 í Borgarnesi

Framkvæmdanefndin 

07.06.2017 21:18

Ný kynbótabraut

Undanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir á félagssvæðinu við Vindás. Gamla kynbótabrautin, sem þótti frábær hér fyrrum, hefur nú öll verið endurgerð. Brautin er nú sex metra breið og var auk þess hækkuð nokkuð. Dómarahúsi hefur verið komið fyrir við brautina og umhverfið formað og þökulagt. Nú stendur yfir kynbótasýning á vellinum og hefur brautin þótt koma vel út að mati knapa og dómara. Fyrir fjórðungsmótið verður lokið við frágang við brautina og í næsta nágrenni og verður þá svæðið allt hið glæsilegasta. Um endurgerðina sá Borgarverk ehf. en hefur mikið hefur mætt á vallar - og umhverfisnefndarmönnum félagsins ásamt fleiri félögum sem þarna hafa langt hönd á plóg.

  

25.05.2017 22:59

Líflandsgæðingamót Faxa og SkuggaLíflandsgæðingamót Skugga og Faxa fer fram laugardaginn 27. maí n.k. Skráningum er lokið og er ráslistann hér að finna. Keppnin hefst kl. 9 og er byrjað á B flokki gæðinga. 


22.05.2017 23:35

Hestaþing Glaðs

Frá Hestamannafélaginu Glað. 

Hestaþing Glaðs 10. - 11. júní

Viljum benda hestamönnum á Vesturlandi á að Hestaþing Glaðs er opið öllum félögum í hestamannafélögum í LH. Mótið fer fram í Búðardal dagana 10. og 11. júní næstkomandi. Keppt verður í öllum flokkum gæðingakeppninnar, opnum flokki í tölti, 100 m flugskeiði og kappreiðum. Nánar auglýst síðar, t.d. á vef Glaðs.

18.05.2017 23:07

Kynningarkvöld Líflands

Kynningarkvöld Líflands

Miðvikudaginn 24. maí 2017Kl. 19.00 - 21.00 í  Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi

Dagskrá:
-Teitur Árnason verður með sýnikennslu
-Rúna Einarsdóttir fjallar um umhirðu hestsins og undirbúning fyrirkeppni
-Hnakkamátun - komdu með hestinn og prófaðu draumahnakkinn
-Kynning á hestavörum og fóðri
-Afslættir í verslun Líflands í Borgarnesi gegn framvísun miða-Happadrætti
-Léttar veitingar

18.05.2017 00:14

Beitarhólf 2017

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2017 skulu berast skriflega til beitarnefndar Skugga fyrir 20. maí n.k., í netföng:

dila@simnet.is, Ólafur Þorgeirsson (899 6179)

habbasigga@gmail.com, Andrés Jóhannsson (860 9030)

Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit.

Mikilvægt er að umsóknir séu komnar til beitanefndar í síðasta lagi 19. maí, n.k., annars er ekki tryggt að félagsmenn fái beitarhólf.

Skilyrði fyrir úthlutun, er eins og áður, að gengið sé frá beitarsamningi og greiðslu beitargjalds áður en beitartími hefst, en skv. samningi við Borgarbyggð er það 10. júní, ár hvert.

Beitarnefnd vill, af gefnu tilefni, árétta að beitarhólfin eru eingöngu ætluð fyrir reiðhross, en ekki stóðhesta, tryppi, ótamin hross eða folaldsmerar!

 

Beitarnefnd Skugga

09.05.2017 22:28

FJÓRÐUNGSMÓT VESTURLANDS 2017

Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017.  Mótið er haldið af hestamannafélögunum fimm á Vesturlandi en auk þeirra eiga keppnisrétt fulltrúar frá hestamannafélögunum á Vestfjörðum, úr Húnavatnssýslum og Skagafirði.

 Gæðingakeppni A og B flokkur, ungmenni, unglingar og börn.  Tölt opinn flokkur og 17 ára og yngri.  Skeið 100 m, 150 m og 250 m.  Kynbótahross um 70.  Ræktunarbú.

 Glæsileg aðstaða er í Borgarnesi, góðir keppnisvellir, reiðhöll, hesthús, tjaldstæði með rafmagni og stutt í alla þjónustu.

 Dansleikur o.fl. til skemmtunar.

 Aðgangseyrir verður 2.500 kr. og getur fólk síðan ákveðið hvað það dvelur lengi á mótinu. 

 Mótshaldarar lofa glæsilegu móti og gera ráð fyrir góðu veðri. 


02.05.2017 23:18

Styrktaraðilar firmakeppninnar 2017

Mikill fjöldi fyrirtækja og einstaklinga styrkti Firmakeppni Skugga 2017 - fyrir það er hér með þakkað. Ómetanlegt er að eiga svona marga og öfluga stuðningsaðila sem leggja félaginu lið til eflingar starfinu. 

Fyrirtæki og lögaðilar: Einstaklingar - kl. 12:00, þann 01. maí 2017
1 Arionbanki 1 Arnar Már Gíslason
2 Arnar Travel 2 Ásberg Jónsson
3 Atlantsolía 3 Denise Michaela Weber
4 Benni's Harmony - hnakkaframleiðsla 4 Guðjón Guðlaugsson
5 Bifreiðaþjónusta Harðar 5 Guðmundur A Arason
6 Bjarni Steinarsson málarameistari 6 Halldór Sigurkarlsson
7 Borgarbyggð 7 Helgi K Helgason
8 Borgarverk 8 Hrefna Bryndís Jónsdóttir
9 Brugghús Steðja 9 Jón J Haraldsson
10 Dagleið 10 Kristján Þormar Gíslason
11 Dýralæknaþjónusta Kristínar Þórhallsd. 11 María Magnúsdóttir
12 Eðalfiskur 12 Páll Aðalsteinn Svansson
13 Egils guesthous 13 Pétur Ísl. Sumarliðason
14 EJI - Eiríkur Ingólfsson 14 Reynir Magnússon
15 Framköllunarþjónustan 15 Sigríður Herdís Magnúsdóttir
16 Gámaþjónusta Vesturl. 16 Sigurður Oddsson
17 Geirabakarí 17 Sigurður Örn Sigurðsson
18 Glitnir 18 Sigvaldi Arason
19 Gösli ehf. 19 Stefán Logi Haraldsson
20 Hár Center 20 Stefán Þór Sigurðsson
21 Hársnyrtist. Margrétar 21 Steinar Viggó Steinarsson
22 Hópferðaþj. Sigga Steina 22 Steinþór Gunnarsson
23 Hótel Bifröst 23 Sæmundur Jónsson
24 Hótel Hafnarfjall 24 Sævar Þór Þórisson
25 Hótel Hamar    
26 HSK kranar - Helgi Kristj.    
27 HSS Verktakar    
28 Húsasmiðjan    
29 Hvannnes ehf.    
30 Íslenska gámafélagið    
31 JGR Heildverslun    
32 Júlli Jóns - Vöruflutningar    
33 Kaupfélag Borgfirðinga    
34 KPMG    
35 Kræsingar    
36 La Colina    
37 Landlínur    
38 Landnámssetrið    
39 Lífland    
40 Límtré Vírnet    
41 Ljómalind    
42 Loftorka    
43 Lögfræðistofa Inga Tryggva    
44 Mýrarnaut    
45 N1    
46 Sjóvá    
47 Sjúkraþjálfun Halldóru    
48 Snyrtistofa Jennýar Lind    
49 Sprautu- og bifreiðaverkstæðið    
50 Tannlæknastofa Hilmis    
51 Vatnsverk - Guðjón&Árni    
52 Verkís    
53 Vöruflutn. Einars Páls    

01.05.2017 22:30

Firmakeppni 2017 - niðurstöður

Firmakeppnin fór fram í dag og gekk vel þótt veður hefði mátt vera betra. Þátttaka var fremur dræm, sérstaklega í yngri flokkum eins og sést þegar niðurstöður (pdf) eru skoðaðar. Ath. það vantar upplýsingar um hvaða fyrritæki keppendur í barnaflokki kepptu fyrir en það verður lagfært hið allra fyrsta. Dómarar voru þau Sveinbjörn Eyjólfsson og Inga Vildís Bjarnadóttir og eru þeim færðar þakkir fyrir góð störf. Að lokinni keppni komu keppendur og gestir saman í félagsheimilinu og nutu þar glæsilegra veitinga, fram bornar af kaffinefnd hússins. Þar fór svo fram afhending verðlauna. Í myndaalbúmi hérá síðunni er að finna myndir frá keppninni og eins af öllum verðlaunahöfum. 


01.05.2017 22:27

Arionbankamót Faxa og Skugga

Opið íþróttamót, Arionbankamót Skugga og Faxa

Mótið verður haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi dagana 6. og 7. maí n.k. Mótið hefst kl. 10 á laugardag með keppni í fjórgangi V2. 
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum. 
Pollaflokkur: Pollatölt. 
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2
2. flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Opinn flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - 100 m. skeið P2 - 150 m. Skeið - 250 m. Skeið

Skráning fer fram í gegn um Sportfeng (mótshaldari Skuggi) og verður skráningu lokað kl. 24 miðvikudaginn 3. maí. Ath: Tölt T4 er skráð sem Tölt T2. Eins er hægt að senda allar upplýsingar á netfangið motanefndsf@gmail.is ef skráning í Sportfeng gengur ekki. (Þær upplýsingar sem verða að koma eru kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og greinar og eins upp á hvora hönd riðið er í hverri grein). 
Skráningargjöld eru engin í pollaflokki, kr. 1.000.- í barna og unglingaflokki pr. grein, kr. 2.500.- í umgmennaflokki, 2. Flokki og Opnum flokki, kr. 1000.- í öllum skeiðgreinum. Reikningsnúmer er 0326-13-4810 - kt: 481079-0399. 
Reikna má með að forkeppni í hringvallargreinum fari fram á laugardag sem og B úrslit (ef þarf) en skeiðgreinar og A úrslit í öllum flokkum á sunnudag.

Hægt er að hafa samband við Maríu Magnúsdóttir til þess að leigja stíur í reiðhöllinni Faxaborg yfir mótið.

Kaffinefnd Skugga verður með kaffisölu ásamt hádegisverði bæði á laugardag og sunnudag í Félagsheimili Skugga á mótssvæði. Viljum við vekja athygli á því að félagsheimilinu verður lokað kl 14 á sunnudeginum vegna fermingarveislu.

Mótanefnd Skugga og Faxa

 • 1
Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 144
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1297504
Samtals gestir: 165550
Tölur uppfærðar: 26.6.2017 11:53:45

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 144
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1297504
Samtals gestir: 165550
Tölur uppfærðar: 26.6.2017 11:53:45