14.08.2016 23:41

Bikarmót - niðurstöður

Þá er lokið Bikarmóti Vesturlands sem að þessu sinni fór fram á félagssvæði Skugga.Rétt um 120 skráningar bárust og var það töluvert umfram væntingar. Mótið var keyrt á einum degi, hófst kl. 9 og stóð, með litlum hléum, til kl. 21:20. Sem sagt langur dagur. Niðurstöðurnar eru svo hérna en myndir af verðlaunahöfum koma inn síðar. Allt þetta hefur birst á fb síðu KB mótaraðar enda fljótlegt að koma upplýsingum þar á framfæri. 

Niðurstöður forkeppni í hringvallargreinum
08.08.2016 22:47

Bikarmót Vesturlands 2016

Bikarmót Vesturlands

 

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi. Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni er það haldið í Borgarnesi helgina 13.-14. ágúst. Ef skráningar eru fáar verður mótið klárað á laugardegi. Þetta er mót sem opið er fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félagið (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.

Keppnisgreinar eru:

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 og tölt T3.

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Fimmgangur F2

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1

Opinn flokkur:  Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T4 -  Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1 - 100 m. skeið

Skráningar fara fram í gegn um sportfeng líkt og áður. Mótshaldari er Skuggi.

Skráningargjöld eru: Barna - og unglingaflokkur, kr. 2.000 - pr. skráningu. Ungmenna - og opinn flokkur kr. 3.000.- pr. skráningu.

Skráningu lýkur um miðnætti miðvikudaginn 10. ágúst. Netfang og símanúmer fyrir aðstoð er kristgis@simnet.is /898-4569.

Hmf. Skuggi væntir þess að sem allra flestir sjái sér fært að koma í Borgarnes og keppa fyrir félag sitt.

Mótanefnd Skugga. 

29.07.2016 22:59

ULM 2016 - forkeppnin

Hér birtast niðurstöður úr forkeppninni sem fram fór í morgun, 29. júlí. Gekk hún vel fyrir sig og áfallalaust. úrslit verða síðan riðin á morgun, laugardag og hefjast kl. 10. Sama röð og í forkeppni. 

28.07.2016 20:30

Unglingalandsmótið - hestar

Þá er ráslistinn fyrir morgundaginn nokkuð klár. Eins tímataflan. Keppendur athugi að armbönd sem fylgja keppnisréttinum eru afhent í mótsstjórn Unglingalandsmóts og er nauðsynlegt að bera þau. Upplýsingar um landsmótið er að finna á landsmot.umfi.is . 

27.07.2016 00:51

Síðsumarsferð Skugga

Síðsumarferð verður farin dagana 19-21 ágúst nk. Farið verður á föstudeginum inní Álfthreppingakofa og á laugardeginum um Sópandaskarð að  Seljalandi í Hörðudal. Riðið til baka á sunnudeginum.
Skráning fyrir 10 ágúst. 
Hjá Sigga Arilíusar í síma 8972171
Eða Halldóru Jónasar í síma 8651052.

12.07.2016 12:39

Ráslisti 12.7.2016

Nú styttist verulega í það að Íslandsmót yngri flokka 2016 hefjist. Það hefst á fjórgangi unglinga kl. 9 á fimmtudag. Undirbúningur mótsins gengur vel og verður vonandi allt klárt við upphaf móts. Veðurspáin hagstæð, jafnvel von á sólskinsblíðu. 
Tjaldstæði fyrir mótsgesti er á Kárastaðatúni, beygt er hjá Atlantsolu og ekið sem leið liggur upp veginn sem þá blasir við. Unnt verður að tengjast rafmagni gegn vægu gjaldi og verða vatnssalerni á svæðinu. Skráningar eru alls 557 þannig að vel þarf að halda á spöðum til að halda tímasetningar.

Stofnuð verður Facebook síða sem hugsuð er til samskipta og dreifingar upplýsinga. Íslandsmót yngri flokka í Borgarnesi 2016. Til að tengjast þarf bara að setja "like" 

Ráslistinn er svo hérna eins og hann lítur út núna. Á honum hafa orðið allnokkrar breytingar frá því sá fyrsti leit dagsins ljós.  

11.07.2016 21:42

Ráslistinn o. fl

Í kvöld birtist ný útgáfa af ráslista á hestamiðlunum, t.d. Hestafréttum. En enn berast leiðréttingar svo ætlunin er að birta nýjasta listann á morgun, þriðjudag væntanlega fyrir hádegi. Verðru þá búið að taka tillit til þeirra athugasemda sem borist hafa varðandi bil á milli holla, breytingar á hönd og jafnvel flokkum. Eins verður þá birt aðlöguð dagskrá mótsins. 

10.07.2016 01:36

Dagskrá Íslandsmóts og ráslisti

Þá kemur hér dagskrá Íslandsmótsins eins og hún lítur út núna. Það verða meiri upplýsingar í prentaðri mótsskrá sem afhent verður við komu á mótið. Eins er hérna ráslisti. 
Pantanir hesthúsplássa þurfa ða berast á netfangið marteinn@loftorka.is og þarf að koma fram fjöldi hrossa, þar af fjöldi stóðhesta, nafn þess sem pantar og hestamannafélag. Sími Marteins er 860-9004. Athugasemdir vegna ráslista óskast sendar á netfangið kristgis@simnet.is. Ennfremur má hringja í s: 898-4569. 

Hér verður um stórt mót að ræða - rétt rúmlega 550 skráningar. 

09.07.2016 18:25

Íslandsmót Yngri flokka - sýningarskrá

Hér er hægt að skoða sýningarskrá mótsins sem hefst n.k. fimmtudag. Þetta er ekki ráslisti heldur listi yfir skráða keppendur. Dagskráin kemur í kvöld og ráslistinn kannski ekki fyrr en um hádegi á morgun. Brugðist verður við þeim athugasemdum/lagfæringum sem berast ef einhverjar - senda má leiðréttingar á kristgis@simnet.is sem allra fyrst.

30.06.2016 21:21

Miðvikudagur og fimmtudagur

Þá er lokið milliriðlum í öllum flokkum. Skuggi átti fulltrúa í barna - unglinga - og A flokki. 
Andrea Ína og Eldur urðu í 25. sæti með 8,21 í milliriðli barnaflokks
Gyða og Freyðir urðu í 22. sæti með 8,30 í milliriðili unglingaflokks.
Hersir og Jakob Svavar urðu í 11 sæti með 8,66 í milliriðli A flokks og komast því í B úrslit. 

Gyðu og Andreu Ínu er óskað til hamingju með árangur sinn og þökkuð þátttakan. Nú eigum við bara eftir að fylgjast með Hersi f. Lambanesi í B úrslitum A flokks. Þau fara fram kl. 20:30 annað kvöld. 

28.06.2016 22:47

Niðurstöður þriðjudags

Í dag fór fram forkeppni í A flokki og unglingaflokki. Eins og í öðrum flokkum áttum við þrjá keppendur í hvorum flokki.

A flokkur:
Kolbrá f. Söðulsholti og Halldór Sigurkarlsson 8,36 og 57. sæti
Prestur f. Borgarnesi og Máni Hilmarsson 8,17 og 82. sæti
Hersir f. Lambanesi og Jakob Svavar Sigurðsson 8,70 og 12. sæti og  milliriðill

Unglingaflokkur:
Ísólfur Ólafsson og Þokka f. Bergi 8,30 og 57. - 58. sæti.
Gyða Helgadóttir og Freyðir f. Mið-Fossum 8,48, 18. sætið og milliriðill
Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn f. Smáratúni 8,27 og 54. sæti

Hersir og Jakob og Gyða og Freyðir komust í milliriðla. Er Þeim óskað til hamingju með góðan árangur.  Keppt er í milliriðlum í barna og A flokki á morgun og í unglingaflokki á fimmtudag. 

Á morgun keppa því Andrea Ína Jökulsdóttir og Eldur í milliriðli barnaflokks og Hersir og Jakob Svavar í milliriðli A flokks. Er þeim óskað góðs gengis og vonandi ná þau í B eða A úrslit. 

Þeim keppendum sem lokið hafa keppni er þökkuð þátttakan. 

27.06.2016 21:53

Niðurstöður mánudagsins

Hér er samantekt árangurs okkar fólks á LM 2016 í dag, mánudag. 

Mynd f. Bessastöðum og Jóhann Magnússon 8,49 og 40. sæti
Spuni f. Miklagarði og Ámundi Sigurðsson 8,13 og 97. sæti
Hrafnkatla f. Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson 8,31 og 81. sæti


Aníta Björk Björgvinsdóttir og Klöpp f. Skjólbrekku - fékk ekki einkunn
Andrea Ína Jökulsdóttir og Eldur f. Kálfholti 8,37 og 26. sæti - milliriðill
Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri f. Keldudal 8,29 og 39. sæti


Máni Hilmarsson og Vésteinn f. Snorrastöðum - fékk ekki einkunn (8,42) , ágrip
Berglind Ingvarsdóttir og Atlas f. Tjörn 8,15 og 59. sæti
Sigrún Rós Helgadóttir og Halla f. Kverná 8,16 og 57. - 58. sæti.

Allir keppendur í þessum flokkum hafa því lokið keppni nema Andrea Ína Jökulsdóttir sem hlaut sæti í milliriðli og keppir aftur á miðvikudaginn. 
Andreu Ínu er óskað til hamingju með árangurinn og öðrum keppendum þökkuð þátttakan.

Á morgun verður forkeppni í A flokki og unglingaflokki.

A flokkur:
Kolbrá f. Söðulsholti og Halldór Sigurkarlsson 4. holl
Prestur f. Borgarnesi og Máni Hilmarsson 24. holl
Hersir f. Lambanesi og Jakob Svavar Sigurðsson 24. holl

Unglingaflokkur:
Ísólfur Ólafsson og Þokka f. Bergi 8. holl
Gyða Helgadóttir og Freyðir f. Mið-Fossum 20. holl
Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn f. Smáratúni 29. holl

Þessum keppendum er óskapð góðs gengis á morgun, þriðjudag. 

26.06.2016 21:59

Mánudagur á Landsmóti

Keppni hefst í fyrramálið á LM á Hólum. Byrjað verður á forkeppni í B flokki kl. 9:00 og er röð okkar keppenda þannig:

Mynd f. Bessastöðum og Jóhann Magnússon 15. holl
Spuni f. Miklagarði og Ámundi Sigurðsson 23. holl
Hrafnkatla f. Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson 27 holl. 

Forkeppni í barnaflokki byrjar kl. 13:30 og raðast keppendur okkar þannig:

Aníta Björk Björgvinsdóttir og Klöpp f. Skjólbrekku 11. holl
Andrea Ína Jökulsdóttir og Eldur f. Kálfholti 12. holl
Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri f. Keldudal 27. holl

Forkeppni í ungmennaflokki byrjar svo kl. 17:30

Röð okkar keppenda er sem hér segir:

Máni Hilmarsson og Vésteinn f. Snorrastöðum 13. holl
Berglind Ingvarsdóttir og Atlas f. Tjörn 16. holl
Sigrún Rós Helgadóttir og Halla f. Kverná 19. holl. 

Það verður því mikið um að vera hjá Skuggakeppendum á morgun og er þeim öllum óskað góðs gengis á brautinni. 

Í lok hvers keppnisdags verður sett hér inn yfirlit um gengi okkar fólks. Hægt er að kaupa aðgang að streymi frá mótinu í gegn um síðuna oz.com/lh.
  • 1
Flettingar í dag: 419
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1145267
Samtals gestir: 152183
Tölur uppfærðar: 24.8.2016 19:49:01
Flettingar í dag: 419
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 462
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1145267
Samtals gestir: 152183
Tölur uppfærðar: 24.8.2016 19:49:01