14.08.2016 23:41

Bikarmót - niðurstöður

Þá er lokið Bikarmóti Vesturlands sem að þessu sinni fór fram á félagssvæði Skugga.Rétt um 120 skráningar bárust og var það töluvert umfram væntingar. Mótið var keyrt á einum degi, hófst kl. 9 og stóð, með litlum hléum, til kl. 21:20. Sem sagt langur dagur. Niðurstöðurnar eru svo hérna en myndir af verðlaunahöfum koma inn síðar. Allt þetta hefur birst á fb síðu KB mótaraðar enda fljótlegt að koma upplýsingum þar á framfæri. 

Niðurstöður forkeppni í hringvallargreinum
08.08.2016 22:47

Bikarmót Vesturlands 2016

Bikarmót Vesturlands

 

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi. Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni er það haldið í Borgarnesi helgina 13.-14. ágúst. Ef skráningar eru fáar verður mótið klárað á laugardegi. Þetta er mót sem opið er fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félagið (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.

Keppnisgreinar eru:

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 og tölt T3.

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Fimmgangur F2

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1

Opinn flokkur:  Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Tölt T4 -  Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1 - 100 m. skeið

Skráningar fara fram í gegn um sportfeng líkt og áður. Mótshaldari er Skuggi.

Skráningargjöld eru: Barna - og unglingaflokkur, kr. 2.000 - pr. skráningu. Ungmenna - og opinn flokkur kr. 3.000.- pr. skráningu.

Skráningu lýkur um miðnætti miðvikudaginn 10. ágúst. Netfang og símanúmer fyrir aðstoð er kristgis@simnet.is /898-4569.

Hmf. Skuggi væntir þess að sem allra flestir sjái sér fært að koma í Borgarnes og keppa fyrir félag sitt.

Mótanefnd Skugga. 

29.07.2016 22:59

ULM 2016 - forkeppnin

Hér birtast niðurstöður úr forkeppninni sem fram fór í morgun, 29. júlí. Gekk hún vel fyrir sig og áfallalaust. úrslit verða síðan riðin á morgun, laugardag og hefjast kl. 10. Sama röð og í forkeppni. 

28.07.2016 20:30

Unglingalandsmótið - hestar

Þá er ráslistinn fyrir morgundaginn nokkuð klár. Eins tímataflan. Keppendur athugi að armbönd sem fylgja keppnisréttinum eru afhent í mótsstjórn Unglingalandsmóts og er nauðsynlegt að bera þau. Upplýsingar um landsmótið er að finna á landsmot.umfi.is . 

27.07.2016 00:51

Síðsumarsferð Skugga

Síðsumarferð verður farin dagana 19-21 ágúst nk. Farið verður á föstudeginum inní Álfthreppingakofa og á laugardeginum um Sópandaskarð að  Seljalandi í Hörðudal. Riðið til baka á sunnudeginum.
Skráning fyrir 10 ágúst. 
Hjá Sigga Arilíusar í síma 8972171
Eða Halldóru Jónasar í síma 8651052.
  • 1
Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 1168043
Samtals gestir: 153604
Tölur uppfærðar: 24.9.2016 22:21:05
Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 1168043
Samtals gestir: 153604
Tölur uppfærðar: 24.9.2016 22:21:05